"Litur er leið náttúrunnar til að hafa bein áhrif á sálina"

- Wassily Kandinsky –


litamunur

 

Oft eru framleiðendur Bruns Products spurðar „hví breytast litirnar á vörunum? Er eitthvað að? Er verið að breyta vörunum eitthvað?

Cecilia og Johanna hársnyrtimeistarar, eigendur og stofnendur Bruns Products, þreytast aldrei á að svara þessum spurningum. Þær þvert á móti uppveðrast allar og hafa gaman af þeim.

En einfalda svarið er; nei alls ekki, litirnir breytast með árstíðum. 

„Vörurnar eru ekkert að breytast - segja þær. Litirnir í vörunum breytast því við notum eingöngu náttúruleg efni í okkar vörur. Náttúran hefur nefnilega sína eigin liti og býr til ótrúlega fallega litatóna, eitthvað sem tilbúin efni geta aldrei náð!“

Náttúran breytir stöðugt um lit!

Við sjáum þetta á hverjum degi þegar við erum úti í náttúrunni. Það er aldrei sami litur í landslaginu. Í Svíþjóð, þá höfum við haldið fast í hefðirnar þegar kemur að jurtalitum, og þá sérstakega eftir iðnbytlinguna þegar kemur að textíllitum. Í dag eru jurtalitir í hár að verða mjög vinsælir og enn meir en áður“.

Við framleiðslu og þróun á Bruns Products ákváðu Cecilia og Johanna strax að nota gegnsæjar flöskur þegar þær voru að þróa vörurnar, því þær vita sem er; litirnir breytast eftir árstíðum. Á  þann hátt geta viðskiptavinir séð og notið þessa skemmtilegu fjölbreytni sem er í litatónum í hársápunum. Það er nefnilega hin náttúrulegu innihaldsefni sem stýrir litnum á hársápunum.

Þegar Cecilia og Johanna voru að flétta í gömlum sænskum bókum um vefnaðarvörur og jurtaliti fundu þær þrjár fallegar dæmisögur um hvernig litirnir breytast eftir árstíðum. Þarna sáu þær hvað það gat verið spennandi og skapandi að nota náttúruleg hráefni.

 

Handunnar vörur

 

Allar Bruns Products vörurnar eru handunnar í þeirra eigin verksmiðju sem er staðsett í Lund í Svíþjóð. Þær verða alltaf uppnumdar þegar þær standa yfir pottunum (já!, þær blanda allar vörurnar í hefðbudnum pottum úr eldhúsinu), og sja hvernig hráefnin breytast með tímanum.

 „Það er eins og við séum að horfa á leyndardóma náttúrunnar og það er mikill auður sem fyllir huga okkar og sköpunargleðina“

Þær nefna þrjár aðalástæður sem hefur áhrif á litastyrk eða litatóna í vörunum.

Spennandi

Þær vita aldrei nákvæmlega fyrirfram hvernig innihald vörunnar muni líta út. Hinsvegar vita þær alltaf nákvæmlega hvernig virkni þeirra er. Þar sem vörurnar eru búnar til úr náttúrulegum hráefnum þá eru nokkur skilyrði sem hafa áhrif á hráefnin.

       Jarðvegur

       Andrúmsloftið

       Ljós og vatn

Sama plantan sem lifir í mismunandi jarðvegi, í mismunandi andrúmslofti eða jafnvel fær vökvun úr mismunandi vatni hefur oftast breytilega litatóna eða litastyrk.

Eigin gildi

Hver og einn ræktandi getur haft mismunandi aðferðir við ræktun plöntunnar sem þær fá hráefnin úr. Það getur haft áhrif á uppskeru hjá hverjum og einum ræktunaraðila. Cecilia og Johanna spá mikið í hver það er sem ræktar og ákveða fyrirfram hvernig eigi að nota vöruna og hver eigi að rækta hverja plöntu fyrir sig.

Frelsi

Vegna allrar þeirra tækniþróunnar sem á sér stað í veröldinni, þá hafa þær séð að ræktendur geta fengið meiri frítíma og betri tíma til að þróa sínar aðferðir við ræktunina. Ræktendur leyfa plöntunum að þroskast og allt hráefnið verður sjálfbærara fyrir vikið.

Vinnan hjá ræktendum hrávaranna er oft mjög fjölhæf og hvetjandi fyrir þær.

„Það þýðir að vinna okkar verður enn meira spennandi, þegar við erum í vöruþróun eða í framleiðslu“

Þær hafa frá upphafi skrifað undir með stolti á hverja vöru:

Undirskift á vörum