TEK er ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt bursta, greiður og kamba í yfir 40 ár og á þeim árum verið leiðandi í þróun á nýjum aðferðum við framleiðsluhætti og nýsköpun. Býr fyrirtækið meðal annars að því að hafa verið fyrstir allra að þróa, hanna og framleiða keramíkplötur í blástursbursta, og er sú framleiðsla einkaleyfisvarin.
Græn hársnyrting er nokkuð sem er orðið vel þekkt á hinum Norðurlöndunum, en á Íslandi virðist sem svo að hinn almenni neytandi sé ekki mjög meðvitaður eða upplýstur um hvað græn hársnyrting er. Uppruna grænnar hársnyrtingu má rekja til Kaupmannahafnar árið 2006.
Nú er vorið á næsta leyti og því er ráðlagt að undirbúa sig vel fyrir sumarið :) Gott er að hreinsa hárið af og til, og sérstaklega ef búið er að nota mikið af mótunarvörum, eða einhver óæskileg efni. Djúpnæring í hárið er eitt af þessum unaðslegum verkum...