TEK er ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt bursta, greiður og kamba í yfir 40 ár og á þeim árum verið leiðandi í þróun á nýjum aðferðum við framleiðsluhætti og nýsköpun. Býr fyrirtækið meðal annars að því að hafa verið fyrstir allra að þróa, hanna og framleiða keramíkplötur í blástursbursta, og er sú framleiðsla einkaleyfisvarin.
Hvernig mótunarvörur eru notaðar, er alveg jafn mikilvægt og uppskriftin að vörunni sjálfri. Það er nefnilega hægt að nota þær á svo margvíslegan hátt. Hvort sem þú ert fagmaður á stofu eða einstaklingur heima. Þú finnur fljótt hve auðvelt er að eiga við hárið þitt með réttum vörunum.
Græn hársnyrting er nokkuð sem er orðið vel þekkt á hinum Norðurlöndunum, en á Íslandi virðist sem svo að hinn almenni neytandi sé ekki mjög meðvitaður eða upplýstur um hvað græn hársnyrting er. Uppruna grænnar hársnyrtingu má rekja til Kaupmannahafnar árið 2006.