TEK er ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt bursta, greiður og kamba í yfir 40 ár og á þeim árum verið leiðandi í þróun á nýjum aðferðum við framleiðsluhætti og nýsköpun. Býr fyrirtækið meðal annars að því að hafa verið fyrstir allra að þróa, hanna og framleiða keramíkplötur í blástursbursta, og er sú framleiðsla einkaleyfisvarin.