Heilbrigt hár er auðvelt að móta

Okkur langar að skrifa aðeins um mótunarvörurnar okkar og hvers sé að vænta af þeim.

Vissir þú að flestar vörur Bruns Products eru fjölnotavörur?  Það sem er átt við, er að þær eru með tví- eða þríþættan notkunarmöguleika. Stundum eru vörurnar þróaðar með það sérstaklega í huga strax frá upphafi, en svo eru aðrar vörur sem hafa óvænt haft nýja og spennandi notkunarmöguleika sem ekki var endilega lagt upp með í upphafi og það er eiginlega svolítið geggjað.

Allar Bruns Products mótunarvörurnar eru einfaldar og auðveldar í notkun og henta fyrir öll kyn og allar lengdir og gerðir af hári.  

Hér á eftir geturðu vonandi fundið allar þær upplýsingar til þess að þú fáir sem mest út úr notkuninni á mótunarvörunum. Hvort sem þú ert fagmaður á stofu eða einstaklingur heima. Þú finnur fljótt hve auðvelt er að eiga við hárið þitt með réttum vörunum.

Mótunarvörur- hárvax - lofn.is Mótunarvörur - Bruns Products - lofn.is

Undirbúningur

Undirbúningur fyrir fallegt og heilbrigt hár byrjar alltaf með góðri hársápu og hárnæringu. Þar á eftir kemur val á réttri mótunarvöru til þess að hámarka náttúrulega fegurð hársins, heilbrigði þess og hvernig þú mótar þinn eigin hárstíl.

Engin skaðleg eiturefni

Bruns Products mótunarvörurnar eru algjörlega lausar við skaðleg og eitruð efni og eru öll innihaldsefnin vandlega valin vegna skilvirkni þeirra, náttúruleika og ilms.

Húðin er okkar stærsta líffæri og því  sérlega mikilvægt að huga að því hvaða efni hún kemst í snertingu við. Þetta er eitthvað svo einfalt, en það virðist vera bara fyrst núna sem margir eru að átta sig á mikilvægi þess að verja húðina frá efnum sem geta haft skaðleg áhrif til langs tíma. Hugsaðu því vel um húðina þína! Með þetta sérstaklega í huga var frá upphafi unnið statt og stöðugt að því að þróa vörulínu sem er ætluð sérstaklega fyrir þá sem eru viðkvæmir, með ofnæmi eða exem og börn og þungaðar konur.

Bruns Products er stolt að geta boðið upp á heildstæða vörulínu sem uppfyllir þessar kröfur og eru allar ilmefnalausu vörurnar þar að auki með astma- og ofnæmisvottun frá danska vottunaraðilanum AllergyCertified.

Og við viljum meina að þetta sé frekar einfalt: Heilbrigt hár – er auðvelt hár!

Þrjár tegundir af mótunarvörum

Bruns Products framleiðir í dag þrjár gerðir af mótununarvörum. Reyndar er fjórða varan  Balsamsprey sem hefur komið í ljós við notkun að er eins konar millimótunarvara líka. Um spreyið verður fjallað nánar síðar.

Sjávarsaltsprey – Hár Shoufflé- og Hárvax.

Þessi tvö síðastnefndu eru einu vörurnar í vörulínu Bruns Products sem ekki eru vegan.

Hár Shoufflé inniheldur lífrænt silkiprótein og hárvaxið lífrænt bývax. Að öðru leyti eru allar aðrar vörur frá Bruns Products vegan.

Við höfum ekki náð að þýða orðið “hair shoufflé” almennilega, en orðið shoufflé er frekar skilgreining á áferð “kremsins eða gelsins” frekar en eitthvað annað.

Uppruni orðisns Shoufflé kemur frá Frakklandi á átjándu öld og er nafn á köku eða einhverskonar böku. Shoufflé inniheldur talsvert magn af eggjum og mögulega getum við borið vöruna saman við áferð eggjarauðunnar og eggjarhvítu en þar með er allri samlíkingu lokið. Því það eru engin egg í Hár Shoufflé! Þessi tiltekna kaka er sem sagt gerð úr eggjarauðum og þeyttum eggjahvítum ásamt öðrum innihaldsefnum og borið fram annaðhvort sem aðalréttur eða sykraður eftirréttur. Shoufflé á frönsku þýðir “að blása”, “ að anda”, “ blása upp”. Kakan lyftist í ofni og er mjúka að innan. Eitthvað þessu líkt gerist með hárið líka, við erum að auka lyftingu þess og umfang án þess að missa þennan mjúka eiginleika hársins.

Hár Shoufflé No. 14 Kraftmikil Mynta og No. 15 Ilmefnalaust 

Hár Shoufflé er nefnilega frábær mótunarvara sem á sér engan sinn líka. Hún er algjörlega einstök vara og þau ykkar sem hafa notað Hár Shoufflé vita að hún er ein af þessum bráðnauðsynlegu, heilbrigðu mótunarvöru sem við öll ættum að eiga í snyrtiskápnum. Hún er nefnilega þetta allt í senn, mótunarvara, blástursvara, hitavörn og krullukrem! Hár Shoufflé er nokkurns konar millistig á milli fljótandi hárgels og „leave-in“ hárnæringu. Við höfum því ákveðið að nota þetta nafn áfram, án þess að þýða það – Hár Shoufflé!

Hár Shoufflé gerir hárið silkimjúkt og eykur fyllingu. Það inniheldur lífrænan safa úr Aloa Vera laufi, silkiprótein og myntuolíu sem styrkir hárið og lagfærir slitna enda. Hár Shoufflé er einnig til ofnæmisvottað og ilmefnalaust og heitir þá Hár Shoufflé No. 15 – Ilmefnalaust.

Saltsprey No. 12 Fersk Mandarína og No. 13 Ilmefnalaust

Saltspreyið frá Bruns Products er alhliða mótunarvara sem hentar öllum. Það hefur mattandi áhrif, veitir aukna fyllingu í blæstri, býr til ,,röff“ áferð og auðvelt er að draga fram krullur og liði með því. Einnig er það frábært í stutt hér sem þarf stífari áferð og vel er hægt að nota það í bæði blautt og þurrt hárið. Það er hægt að nota það á sama hátt og þurrsjampó, þá er því úðað í hársvörðinn og hársvörðurinn svo nuddaður með handklæði og eða hárþurrku. Saltspreyið verður ekki klístrað og er jafn vinsælt hjá öllum kynjum. Það veitir nokkuð gott hald og  því er ekki nauðsyn að nota hárlakk með því.

Salt sprey er nákvæmlega eins og nafnið gefur til kynna. – Sprey sem saman stendur af vatni og salti. En þegar uppksriftin er góð þá inniheldur hún einnig blöndu af nærandi innihaldsefnum líkt og lífrænum Aloa Vera og kaldpressaðri möndluolíu.

Saltsprey No. 12 – FERSK MANDARÍNA er handgert milt saltvatnssprey með dásamlegum ferskum mandarínu ilm sem minnir á baðstrendur og hlýja þroskaða sítrusávexti í sumarsólinni. Það er auðvelt að nota það til að móta allar hárgerðir og lengdir.

Saltsprey No. 13 inniheldur öll sömu innihaldsefnin og No. 12 nema að það er ilmefnalaust og ofnæmisvottað.

Saltspreyið frá Bruns Products er margverðlaunuð fjölnotavara.

Hárvax No.30 Unaðslegur pipar og lakkrís og Hárvax No.31 Ilmefnalaus

Hárvaxið frá Bruns Products verður strax uppáhald þeirra sem það byrja að nota. Upphaflega þróað fyrir stutt hár,  til þess að gera mikla áferð, að matta og auka lyftingu. Óvæntur eiginleiki þess var hversu áhrifaríkt vaxið er líka í sítt hár. Galdurinn er að nota alls ekki of mikið, bræða vaxið á milli fingra eða í lófum þar til það hverfur alveg, bera það svo í hársvörð og lengdir og passa að klípa vel upp í. Það er mjög notadrjúgt, heldur allan daginn og áferðin hekst stöðug pg mött. Ilmurinn er frábær, blanda af ferskum og sterkum svörtum pipar, blandað með anís og lime. Lyktarsamsetningin er ómótstæðileg og kynþokkafull og hentar öllum kynjum.

Vaxið er eins og allar aðrar vörur frá Bruns Products, handgert úr náttúrulegum efnum. Hárvaxið henat öllum hárgerðum og gerir hárið sveigjanlegt án þess að þyngja það eða gera það fitugt. Hárvaxið inniheldur lífrænt bývax og möndluolíu sem gerir hárið vel mótanlegt og á sama tíma, verndar og róar hársvörð. Að auki inniheldur það  kalk sem  gefur því þurra og matta áferð sem helst allan daginn

Lykilatriðið sem okkur finnst vert að benda á, er að nota minna en meira. Það er alltaf hægt að byggja upp áferðir og bæta við, en ,,little goes a long way“ er mantra sem gott er að hafa á bak við eyrað við notkun á svo virkum og hreinum vörum. Enda hefur það verið eitt það helsta sem viðskiptavinir nefna aðspurðir út í kosti varanna. Það er að sjálfsögðu virknin sem er pottþétt og svo er það hversu notadrjúgar vörurnar eru.

 

Hér er ágætt myndband sem er að sýna hvernig Cecilia er að nota Hár shoufflé og Saltsprey