Nú er kominn tími til að hreinsa hárið vel og auka “volume” í hárið, ekki satt!

Hvernig er best að gera það?

Fyrst skal nefna Hársápu N° 05, ilm- og ofnæmisvottuð (ATH sama vara með ilm er Hársápa N° 04).

Hér er á ferðinn hársápa sem er notuð í djúphreinsandi og afeitrandi aðgerð fyrir þá sem eru að skipta yfir í náttúrulegar vörur eða vilja fjarlægja gamlar leyfar af óæskilegum efnum sem eftir eru í hárinu.

Hársápan hentar lika vel fyrir þá sem nota mikið af mótunarefnum og þurfa að hreinsa upp hárið annað slagið. Nú svo er líka bara allt í lagi að huga bara að djúphreinsandi áhrifum hársápunar eingöngu og njóta hennar.

Við látum svona ca fimmkall í ummáli í lófann í meðalhár og setjum í þurrt hárið.

Og við segjum... notaðu frekar lítið í einu... en oftar..  og hársápan endist þér lengur !😊

Nuddum sápunni vel í allt hárið þangað til það fer að freyða. Hársápan er drjúg og því þurfum við ekki mikið af henni. ATH þegar við gerum þetta þá verður hárið mjög þurrt, þar sem þú ert að af- og djúphreinsa hárið. 

Við skulum samt ekki gleyma því að bæði Hársápa N° 05 og N° 04 er hægt að nota daglega fyrir þá sem eru með feitan hársvörð eða hársvörð sem er í ójafnvægi. Hún er líka góð fyrir þá sem vilja gott "volume" í hárið.

Hársápa N° 05 er ofnæmisvottað og því frábært fyrir þá sem eru með viðkvæman hársvörð.

En áfram með smjörið...

Djúpnæring N° 22 Bergamó Sítrus, ( s. Hårmask – Varm Bergamott ) eða fyrir þá sem vilja ekki ilminn er nota Djúpnæringu N° 23. Djúpnæringin eykur raka og er mjög djúpverkandi, þannig hefur hún góð áhrif á skemmda enda.  

Djúpnæring N° 22 ilmar ótrúlega vel og færir okkur vellíðunartilfinningu með örlítið sterkum undirtónu af frískum sítrus. Hún inniheldur lífræna jojoba olíu sem nærir hárið vel og gefur því aukinn raka. Einnig er lífrænt sheasmjör, sem vinnur gegn slitnum hárendum, örvar hársvörðinn og gefur því heilbrigðan glans.

Hvernig notar maður djúpnæringuna?

Við einfaldlega dreifum örlitlu með fingrunum í hreint, rakt hár. Nuddum því frá rót niður í enda. Látum djúpnæringuna vinna í að minnsta kosti 3 – 5 mínútur og skolum svo vel úr hárinu.

Það er líka frábært að sofa með djúpnæringuna í hárinu, eða jafnvel bara láta hana vera í hárinu í nokkra klukkutíma heima. Þetta fer bara allt eftir þér.

Þegar þessu öllu er lokð þá ertu með djúphreinsað hár, búin að fjarlægja öll óæskilegu efni sem voru í því sem þyngja hárið og niðurstaðan er:

Mjúkt raka- og næringaríkt hár með góðri lyftingu og frábærum náttúrulegum glans. Töfrandi snilld. Að ekki sé talað um dásamlegan ilm :)

Ef þú vilt prófa þessar vörur en ert ekki alveg tilbúin að kaupa stórar pakkningar þá mælum við með því að þú fáir þér Hársápu N° 05 í 50 ml og Djúpnæringu N°22 í 50 ml.