Innihaldsefni - Hársápa

Lofn.is hefur frá upphafi skoðað öll innihaldsefni sem eru í þeim vöurm sem boðið er uppá. Við leggjum einnig ríka áherslu í að fylgja heimsmarkmiði #3 - sem snýr að heilsu og vellíðan. Skaðleg efni fyrir mannfólk og umhverfið er ekki í boði!

Við leggjum einnig ríka áherslu á að auðvelda aðgengi neytenda að upplýsingum um innihaldsefni og hvetjum viðskiptavini okkar ávallt að vera gangrýnin þegar kemur að vörum eða þjónustu.

Innihaldsefni í hársápum frá Bruns Products:

Ath. nánari upplýsingar um innihald í hverri vöru er að finna í vörulýsingu á hverri vöru fyrir sig.

Upplýsihngar um innihaldsefni sem eru í hársápum frá Bruns Products. Alþjóðlega heitið og í sviga eru sænsku heitin.

Aqua – (Vatten)
Vatn

Decyl Glucoside (Sockertenstid)
Er fínt yfirborðsvirk efni úr maís og kókoshnetufitu. Freyðir og hreinsar vel. Unnið úr plöntum, er niðurbrjótanlegt og umhverfisvænt.

Sodium cocyl glutamate (Cocylglutamat)
Þetta er eitt mildasta yfirborðsvirka efni á markaðnum. Unnið úr kókoshnetuolíu og blandast við glútamínsýru frá sojabaunum. (Ekki GMO). Er niðurbrjótanlegt og samþykkt til notkunar í náttúruvænum snyrtivörum.

Glycerin (Glycerol)
Seigfljótandi og rakabindandi sem bindur raka í húð og hár. Lífrænt og kemur úr maís sem er ekki erfðabreyttur.

Olive oil polyglycerol-4esters (Olivnaturåterfettning)
Án PEG (Polyethylene glycol). Yfirborðsefni úr jurtaríkinu sem byggir á ólívuolíu. Mýkjandi og viðheldur náttúrulegri fitu í húð og hár. Er niðurbrjótanlegt, umhverfisvænt og samþykkt til notkunar í umhverfisvænum snyrtivörum.

Guar hydroxypropyltrimonium chloride (Guarmjöl)
Unnið úr fræjum af belgjurtum frá Indlandi og Pakistan. Efnið er notað sem þykkingarefni, það hefur mýkingaráhrif, dregur úr rafmagnsmyndum í hári og veitir lyftingu. Samþykkt af KRAV.

Dehydroacetic acid (Dehydroättiksyra)
Eilítið súrt rotvarnarefni sem hefur breytt svið. Virkar vel gegn bakteríum, sveppum og myglu. Leyfilegt er að nota efnið í umhverfisvottaðar húð og hárvörur.

Simmondsia chinensis seed oil (Jojobaolja)
Kemur úr jojoba runna. Hefur jákvæð áhrif á seborré exem, flösu og þurrum hársverði. Lífrænt og umhverfisvænt.

Xanthan gum (Xanthangummi)
Xanthan gúmmí er fjölsykra (sykur) sem sérstakar bakteríur búa til með gerjun á glúkósa. Bakteríurnar eru ekki hættulegar mönnum né náttúru. Xanthan gúmmí er notað sem þykkingarefni í sjampóum frá Bruns Products.

Lauryl glucoside
Mjög milt þvottaefni sem unnið er úr lífrænum maís og kókoshnetu.

Salvia officinalis infusion
Er lausn úr lífrænni salvíu.