Starfsmannastefna

Starfsmannastefna Ýmis Import ehf. byggir á og endurspeglar meginstefnu félagsins og gildi þess. Með starfsmannastefnu þessari er lýst hvernig Ýmir Import ehf. ætlar að velja starfsmenn og undirbúa þá til að ná þeim árangri sem stefnt er að og stuðla að almennri starfsánægju og góðum starfsanda. 

 

Markmið

Markmið Ýmir Import ehf. er að félagið hafi yfir að ráða hæfu, áhugasömu og vel þjálfuðu starfsfólki. Grundvöllur er að starfsfólk tileinki sér græna umhverfisstefnu. Að starfsfólk axli ábyrgð á og sýnir frumkvæði í starfi sínu og geti þannig tekið virkan þátt í framþróun félagsins. 

Áhersla er lögð á:

að starfsmenn þekki hlutverk Ými Import ehf. og gæðastefnu þess

að starfsmenn viðhaldi markvissum vinnubrögðum og er með frumkvæði og þjónustulund í starfi

að starfsmenn hafi hvetjandi vinnuumhverfi

að félagið sé eftirsóttur vinnustaður, þar sem starfsfólk er búið undir krefjandi verkefni með markvissri og skipulagri þjálfun

að hæfni ráði vali á starfssmönnum

Starfsmenn laga sig að breyttum kröfum, sem starfið gerir til okkar. Svo sem vegna tæknilegrar og faglegrar framþróunar og eru reiðubúnir að þjálfa sig til nýrra og breyttra verkefna. 

 

Starfsþróun

Möguleikar meðal starfsmanna eru jafnir til starfsframa, þannig að tryggt sé að hæfileikar nýtist sem best, óháð kyni, aldri, trúarskoðunum, stjórnmálaskoðunum, þjóðerni eða litarhætti.

Starfsmenn eiga kost á starfsmannasamtali a.m.k. einu sinni á ári, með sínum yfirmanni.

Móttaka nýliða

Nýjir starfsmenn fá fljótlega nægilega þjálfun til þess að takast á við starfið og lögð er áhersla á að starfsmaðurinn geri sér fulla grein fyrir hlutverki sínu.

Jafnvægi vinnu og einkalífs

Við samræmum kröfur starfs- og fjölskylduábyrgðar eins og kostur er. Slíkur sveigjanleiki byggist á nánu samstarfi og trúnaði á milli yfirmanns og undirmanns.

 

Grunngildi Ýmir Import 

  • Við berum virðingu fyrir náttúrunni, náunganum og umhverfi okkar.

 

  • Við störfum öll saman að því að gera okkar besta fyrir viðskiptavini okkar og umhverfið.

 

  • Við erum öll í sama liði og vinnum saman að því að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur.

 

  • Við lítum á mismunandi bakgrunn og mismunandi hæfileika okkar sem styrk.

 

  • Við leitumst við að bæta við þekkingu okkar og erum óhrædd við breytingar til þess að verða betri starfsmenn.

 

  • Við viljum að það sé gaman að mæta í vinnu og leggjum okkur fram við að svo sé.

 

  • Við kappkostum að samskipti okkar séu heiðarleg og berum virðingu fyrir samstarfsfélögum og viðskiptavinum okkar óháð kyni, kynþætti eða trúarbrögðum.

 

  • Við gerum okkar besta á hverjum degi til þess að gera betur í dag en í gær.

 

  • Við lærum af því sem við gerðum vel og ekki síður af mistökum okkar.

 

  • Við tökumst á við þær áskoranir sem mæta okkur með jákvæðu hugarfari og erum óhrædd við að leita okkur hjálpar hjá samstarfsfélögum.