Um okkur

Félagið og vefsíða þess
Ýmir Import ehf hefur aðsetur í Smiðsbúð 1 í Garðabæ. Lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á umhverfis- og mannvænum hársnyrti- og snyrtivörum ásamt fylgihlutum fyrir hársnyrti- og snyrtistofur og almenning.

Nöfnin Ýmir Import og Lofn.is koma úr norrænni goðafræði. Ýmir Import ehf. er skýrskotun í þann frumjötunn sem heimurinn er gerður úr. Samkvæmt norrænni goðafræðinni þá var meðal annars hárið sem kom af Ými að trjám þegar heimurinn varð til. 

Lofn  er ásynja sem heitið er á til ásta og giftinga, jafnvel forboðna giftinga. Lofn er svo mild og góð til áheita að hún fær leyfi Alföður eða Frigg til manna samgangs, kvenna og karla, þótt áður sé það bannað. Og orðið Loforð er dregið af Lofn. 

Með þessum hugmyndum þá er gerð heiðarleg og skemmtileg tilraun til að staðsetja þetta litla fyrirtæki sem náttúruvænnn valkostur þegar kemur að vali á vönduðum vörum, og stuðla þannig að koma óæskilegum efnum frá því að að blandast okkur og jörðinni. Því þegar á öllu er á botninn hvolft, þá erum við öll náttúran!

Skýr stefna er hjá Ými Import ehf um að allar vörur þurfa að uppfylla skilyrði Grön Salon vottunaraðila fyrir Græna hársnyrtingu og Græna snyrtingu.

Vefbúðin lofn.is er íslenskur sölu og þjónustuvefur fyrir einstaklinga, hársnyrtistofur og sérverslanir um allt land sem velja umhverfis- og náttúruvænar vörur. Netverslun sem leggur áherslu á hágæða umhverfis- og mannvænar vörur fyrir fagfólk og almenning.

Við erum meðal annars með umboð fyrir Bruns Products sænskar hárvörur sem framleiðir handgerðar hárvörur án allra eiturefna. Vörurnar eru gerðar af hárgreiðslumeisturum sem hafa ástríðu fyrir umhverfinu og grænum stofum. Allar vörurnar frá Bruns Products eru samþykktar hjá dönsku samtökunum “Grön Salon” sem gefur út leyfi fyrir grænar hárgreiðslustofur víða á Norðurlöndunum.

Tek® Brushes & Combs er ítalskt fyrirtæki sem framleiðir FSC vottaða trébursa, kamba og aðrar vörur sem nauðsynlegar eru fyrir alla hársnyrtingu. Sérstök áhersla er lögð á umhverfis- og mannvernd hjá þeim. Allir íhlutir í burstunum Tek® Brushes & Combs eru gerðar með sjálfbærum aðferðum.

Lofn.is leggur áherslu á að fylgja eftir stefnu heimsmarkmiða SÞ
Við leggjum ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð og hugum að heilsu og vellíðan, verndun umhverfis, og ábyrga neyslu og framleiðslu. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er hluti af samfélagsstefnu Ými Import ehf. og lofn.is. Með því er Ýmir Import ehf. rekstaraðili lofn.is eitt tannhjól á vettvangi samfélagsábyrgðar fyritækja á Íslandi. Með markvissum hætti í okkar starfsemi verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fylgt með því að innleiða samfélagsábyrgð í kjarnastersemi okkar.

Fjögur markmið SÞ í kjarnastarfsemi okkar.
Þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Ýmir Import ehf. og lofn.is leggur aðal áherslu eru:

Markmið 3 – Heilsa og vellíðan.
Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar.

Leiðir okkar að markmiðum:

Ýmir Import ehf. og lofn.is er eingöngu með til sölu vörur sem stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla. Engin skaðlega efni sem geta borist í menn eru seld á lofn.is. Starfsmannastefna Ymir Import ehf. og lofn.is er skýr.

Markmið 12 – Ábyrg neysla og framleiðsla.
Tryggja sjálfbærar neyslu- og framleiðslumynstur.

Leiðir okkar að markmiðum:

Ýmir Import ehf. og lofn.is flokkar og endurnýtir. Nýtir stafræna miðla og stefnt er að því í árslok 2023 munu eingöngu verða notað endurnýtanlegir orkugjafar í starfseminni.

Markmið 15 – Líf á landi.
Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjáfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórn skóga, berjast gegn eyðumerkumyndun, stöðva jarðvegseyðingu, endurheimta landgæði og sporna gegn hnignun líffræðilegrar fjölbreytni.

Leiðir okkar að markmiðum:

Ýmir Import ehf. er í samstarfi við ýmsa aðila í skógrækt og endurheimts votlendis. Einu sinni á ári er trjádagurinn þar sem starfsfólk Ými Import ehf. og fjölskyldur þeirra koma saman ásamt viðskiptavinum okkar og gróðursetja tré til kolefnisjöfnunar.

Vörumerki Ými Imports ehf og lofn.is.
Vörumerki Ými Imports ehf. og lofn.is eru það sama. Tréð Yggdrasill – grænt á gegnsæjum grunni.

Stefna okkar í hnotskurn.
Að bjóða eingöngu uppá hágæða vörur beint frá framleiðanda án milliliða. Í einstökum tilfellum eru boðnar vörur frá innlendum birgjum sem eru innflytjendur á þeim vörum. Leiðarljós okkar er ávalt sjálfbærni, heilsa, vellíðan og umhverfisvernd.

Ýmir Import ehf. vinnur jafnt og þétt við að bjóða uppá fleiri vörumerki frá ýmsum framleiðendum sem leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð og hugar að verndun umhverfis við sína framleiðslu.

Markmið félagsins er að bjóða uppá vörur sem eru samkeppnishæfar , umhverfis- og mannvænar ásamt að vera heilsueflandi.

Kolefnisjöfnun.
Ýmir Import ehf. kolefnisjafnar allan innflutning til Íslands með gróðursetningu á trjám til að jafna kolefnisspor sem myndast við innflutning og starfsemi Ýmirs Imports ehf. Samið hefur verið við Lionsklúbbinn Dynk í Skeiða- og Gnjúpverjahreppi um kolefnisjöfnun og með því teljum við að fáist tvennt. Kolefnisjöfnun og við styrkjum innviði í nærsamfélaginu. 

Við hverjum alla viðkiptavini að kolefnisjafna sig því þannig sköpum við umræður og umhverfisvitun meðal viðskiptavina okkar og stðulum að bættari loftslagi í heiminum.

Rekstaraðili lofn.is er:
Ýmir Import ehf.
Kt. 470519-1420
Vsknr. 134769