Refund policy

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að skila vöru á lager okkar að Smiðsbúð 1, 210 Garðabæ. Skilyrði til þess eru að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með. Varan er endurgreidd að fullu ef henni er skilað innan 14 daga að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.

Skilafrestur hefst frá og með þeim tíma þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta, eða ef viðkomandi er að skipta um stærð á vöru.

Endursending á vörum sendist:
Ýmir Import ehf.  - Lofn - Kt 470519-1420 – Smiðsbúð 1, 210 Garðabær