Terms of service

Almennt

Kaupandi þarf að vera fjárráða til þess að stunda viðskipti í netversluninni lofn.is. Eftirfarandi viðskiptaskilmálar gilda á milli seljanda og kaupanda. Þeir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda hins vegar. Þegar sérstökum ákvæðum skilmálanna sleppir gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikum lög um neytendasamninga nr. 16/2016 og lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019.

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu.

Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Ef hins vegar um er að ræða sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár.

 

Kom fram galli á ábyrgðartímanum sem rekja má til framleiðslugalla skiptum við henni út fyrir nýja eða endurgreiðum hana. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og þegar á líður. Vörunni skal skilað á lager okkar að Smiðsbúð 1, 210 Garðabæ.