Afhending vöru
Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Kaupandi velur þann sendingarmáta sem hentar eftir að búið er að skrá upplýsingar um tengilið og heimilisfang í körfu.
Hægt er að velja um;
- Pakki heim - kr. 1.300.-
- Pakki pósthús - kr. 1.000.-
- Póstbox - kr. 900.-
Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
Ýmir Import ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Ýmir Import ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Pantanir eru í flestum tilfellum afgreiddar frá okkur innan sólarhrings en í sumum tilfellum geta liðið 2- 4 dagar frá pöntun þar til varan kemst í hendur kaupanda. Almennt eru pantanir ekki afgreiddar á laugardögum og sunnudögum eða á löggiltum frídögum.