S & S TEK hárburstar og greiður

Við fengum sendan ágætan lista yfir algengustu spurningum sem burstameistarar ítalíu hafa fengið. 

Hér að neðan getur þú lesið þær. 

Það vantar pinna í burstann, af hverju?

Við látum eitt gat vera tómt til að burstinn loftæmi sig því þannig er það auuðveldara að bursta hárið.

Hvernig bursti hentar mínu hári?

Við erum með einfalda reglu, því lengra sem hárið er, því lengri trépinna notar þú.

Má ég þvo burstann?

Já, endilega. Það er góð og gild hreinlætisregla að þvo burstana reglulega. Við notum volgt vatn og hlutlausa náttúrulega sápu. Við þurrkum burstana með handklæði og leyfum þeim að liggja á handklæðinu í nokkra stund en notum ekki neina hitagjafa.

Hver er munurinn á blöndu úr villisvínshárum og næloni og á trépinnum?

Burstar með hárum úr villisvínum og næloni eru fullkomnir til að gefa fyllingu (e. volume) í hárið. Burstar með viðarpinnum eru fullkomnir fyrir heilnæmt hár og hársvörð.

Hver er munurinn á varma (e. thermic) bursta og hringbursta úr villisvínshári?

Varmaburstar styttir tímann í stílingu (e.styling) því hann endurkastar lofthita úr hárblásara í hárið. Hringburstar úr villisvínshárum gefa meiri glans í hárið og auðveldar að slétta hárið.

Hversu oft á dag þarf ég að bursta hárið?

Það er ekki nein regla með það. Við mælum með því að nota bursta að minnsta kosti tvisvar sinnum á dag, á morgnanna og á kvöldin. Einnig þarf að gæta þess að byrja frá rótum og bursta niður hárið.

Það myndast mikið af hnútum og flækjum í hárinu mínu, hvort ætti ég að nota kamb, greiðu eða bursta?

Kambarnir eru gagnlegir til að takast á við hnútana sem myndast í hárinu, þegar þú hefur losnað við hnútana, þá getur þú byrjað að bursta hárið.

Þegar ég nota plast kamba eða plast bursta, hvað gerist með hárið mitt?

Burstarnir og kambar úr plasti og með plastpinnum eru framleiddir með prentvélum, þannig að þeir geta verið ófullkomnir. Vegna þeirrar ófullkomunar geta þeir brotið niður hárið; en tréburstar og trékambar eru fullkomlega sléttir; plastið veldur einnig rafmagnleiðni í hárið en tréburstar gera það ekki. 

Úr hvaða efni er loftpúðinn í burstunum gerður úr?

Allir loftpúðar í burstum frá TEK eru gerðir úr náttúrulegu hrágúmmí. Það er mjúkt, aframagnandi og niðurbrjótanlegt. Ekki eru notuð nein jarðefnaolía í burstana.

Hvers konar viður eru TEK burstanir gerðir úr?

Allir burstar, greiður og kambar eru gerðir úr aski nema pinnarnir, þeir eru gerðir úr agnbeyki, þar sem beykið er sveigjanlegri og því fullkomnir til að vinna á flækjum og hnútum.

Af hverju ætti ég að nota bursta með trépinnum?

Trépinnar hafa margt til brunns að bera; þeir nudda húðina, þeir taka frá húðflygsur (e. sebum), þeir virkja blóðrásina í höfði, þeir slíta ekki hárinu, þeir valda ekki ofnæmi og þeir eru afrafmagnandi.

Hvers konar litarefni eru notuð til að lita burstana og greiðurnar?

Jurtalitir eru notaðir á alla litaða bursta og greiður frá TEK. Viðarlitaðir (e. natural) eru meðhöndlaðir með hörfræolíu og hreinu vaxi úr laufum pálmatrjáa (e. Carnauba). Sú meðhöndlun er til að vernda viðinn og viðhalda góðri áferð þeirra.

Hvaða burstar eru fyrir tagl eða mismunandi hárgreiðslur?

Bursti gerður úr blöndu af villisvíni og nylon hárum er tilvalin fyrir tögl, þar sem hárin hjálpa þér að taka hárið betur saman. Sjá vörunúmer 157303

Ég er með hárlengingar. Hvaða bursta ætti ég að nota?

Fyrir hárlengingar erum við með sérstaka bursta. Vörunúmer 717003 og 677103. Þeir eru með löngum hárum blönduðum úr villisvínum (75%) og nylon (25%). Burstarnir gefur hárlokkunum meiri fyllingu og veitir hárinu meiri mýkt og varnar því að keratín í hárlengingunni hverfi.

Ég er með hárlos,  hvað get ég gert?

Þú getur notað sérstakar hársápur og hárnæringar. Við ráðleggjum að notaðir séu nuddburstar með bómullarstrappa vörunúmer 196003 sem nudda hársvörðinn um leið og þú setur hárvörurnar í hárið. Með því að nudda hársvörðinn í leiðinni ertu að auka blóðflæðið ásamt því að setja hárvörurnar betur að hársverði.

Ég er með krullað hár. Hvaða bursta ætti ég að nota?

Fyrir hrokkið og krullað hár er hinn fullkomni bursti Vörunúmer 165003. Þessi bursti er með mjög löngum pinnum sem kemst lengra inn í hrokkna hárið og slítur ekki hárið.

Ef ég vil gera bylgjur eða sérstaka áferð, hvaða bursta ætti ég að nota?

Hinn fullkomni bursti er hálfrúnaður. Vörunúmer 112003. Góður til að nota með hárþurrku og gerir fullkomnar bylgjur.

Hvort er betra að nota greiðu eða bursta á börn?

Fyrir nýbura er betra að nota litlu barnaburstana með náttúrulegum hárum, vörunúmer 718003. Þessir burstar eru ómeðhöndlaðir, mjúkir og fullkomnir til að fjarlægja vögguskán „cradle cap“. Um leið og barnið vex er betra að nota bursta með trépinnum vörunúmer 719003 eða litla greiðu.

Dóttir mín er með mjög sítt hár og grætur í hvert skipti sem ég þarf að bursta hárið. Hvað get ég gert?

Það er mjög eðlilegt að börnin séu hársár. Fram að unglingsárum er húðin mjög viðkvæm og því er stundum sársaukafullt að bursta hárið. Til að leysa þetta vandamál ráðleggjum við að notaður sé bursti vnr. 165003, bursti með mjög löngum pinnum. Haltu hárinu með annarri hendi á meðan þú burstar hárið, og byrjaðu neðst og færðu þig svo upp að hársverði jafnt og þétt.

Hversu oft þarf ég að skipta um bursta?

Við mælum með því að skipta um bursta á tveggja ára fresti.

En ef við notum trébursta og trégreiður, þá erum við að stuðla að eyðingu skóga?

Allir TEK burstar, greiður og kambar eru gerðir úr viði sem koma úr 100% FSC© vottuðum skógi.